Anna María Valdimarsdóttir

  Anna María Valdimarsdóttir

  Sálfræðingur
  annamaria@salstofan.is

  Anna María útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskóla Íslands í janúar 2010. Hún hefur starfað við sérfræðiþjónustu skóla frá 2013, fyrst á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar og síðar við Skólaskrifstofu Hafnafjarðar. Þar sinnti hún greiningum og ráðgjöf vegna leik- og grunnskólabarna sem og framhaldsskólanema.

  Anna María hefur einnig sinnt uppeldisráðgjöf til foreldra. Hún hefur haldið námskeið fyrir foreldra barna með ADHD sem og námskeiðið Klókir krakkar fyrir börn með kvíða og foreldra þeirra. Anna María starfaði á árunum 2012 til 2015 fyrir Samtökin 78 þar sem hún veitti ráðgjöf fyrir einstaklinga og aðstandendur fólks í tilfinningavanda tengdum kynhneigð og kynvitund. Áður starfaði Anna María við ráðgjöf hjá Velferðarsviði Kópavogs. Hún starfaði einnig á Rannsóknarstofu um mál, þroska og læsi ásamt aðstoðarkennslu í Sálfræðideild Háskóla Íslands.

  Anna María er í sérnámi í hugrænni atferlismeðferð á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og Oxford Cognitive Therapy Center. Anna María er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands.