Benedikt Bragi

  Benedikt Bragi Sigurdsson

  Sálfræðingur
  benedikt@salstofan.is

  Benedikt Bragi útskrifaðist sem sálfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2010 og hafði áður lokið BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Í rúmlega ár eftir útskrift gengdi hann stöðu forstöðumanns Fjölskylduheimilisins við Ásvallagötu sem er úrræði á vegum Barnaverndar Reykjavíkur fyrir 14-18 ára unglinga. Benedikt starfaði um tíma sem klínískur sálfræðingur hjá Fjölskyldumiðstöðinni sem er úrræði á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða Krossins.

  Benedikt hóf störf hjá Menntasviði Kópavogsbæjar sumarið 2011 sem skólasálfræðingur og sinnir því starfi út maí 2016. Frá árinu 2012 hefur hann sinnt þjónustu við fjóra grunnskóla hjá Kópavogi. Starf í skólunum felst meðal annars í greiningum, meðferð og ráðgjöf. Benedikt hefur verið sjálfstætt starfandi á stofu frá árinu 2013. Þar hefur hann mikið unnið með unglingum og ungu fólki, meðal annars vegna þunglyndis, kvíða og ADHD.

  Benedikt hefur haldið fyrirlestra, meðal annars um samband sykursýki og þunglyndis, um líðan barna, um ADHD og kvíða. Hann hefur setið ýmis námskeið og hefur meðal annars haldið námskeiðið Klókir Krakkar sem er kvíðanámskeið fyrir börn. Benedikt er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands.