Linda Björk Oddsdóttir

  Linda Björk Oddsdóttir

  Sálfræðingur
  linda@salstofan.is

  Linda Björk útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskóla Íslands í júní 2012. Frá útskrift starfaði hún fyrst sem hegðunarráðgjafi og síðar sem sálfræðingur á Þjónustumiðstöð Breiðholts. Þar sinnti hún m.a. greiningum og ráðgjöf vegna leik- og grunnskólabarna, handleiðslu og fræðslu til foreldra og starfsfólks skóla.

  Á Þjónustumiðstöð Breiðholts hélt Linda Björk námskeiðin Klókir krakkar og Klókir litlir krakkar fyrir börn með kvíða og foreldra þeirra og reiðistjórnunarnámskeiðið Fjörkálfa. Hjá Endurmenntun Háskóla Íslands hefur hún frá því haustið 2017 kennt náms- og þroskasálfræði sem hluta af undirbúningsnámi fyrir verðandi ökukennara. Linda hefur auk þess réttindi til að halda uppeldisnámskeiðið SOS! Hjálp fyrir foreldra og námskeið í núvitund fyrir foreldra (Mindful parenting).

  Linda Björk er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands.