Stilltu skapið
https://salstofan.is/wp-content/uploads/2016/01/namskeid4.jpg 1000 600 Sálstofan Sálstofan https://salstofan.is/wp-content/uploads/2016/01/namskeid4.jpgNámskeið fyrir foreldra barna á aldrinum 5 til 12 ára sem eiga erfitt með að stjórna skapi sínu. Áhersla er á að foreldrar kynnist gagnreyndum aðferðum til að ná tökum á skapi, hegðun og líðan barna sinna. Námskeið fer fram í formi fræðslu, spjalls og verkefnavinnu og æfinga heima á milli tíma.
Sálfræðingar meta með foreldrum hvort börn þeirra mæti í einstaklingsviðtöl.
Námskeiðið er sex skipti, 90 mínútur í senn á mánudögum frá klukkan 16:30 – 18:0.
Öll námskeið eru haldin með fyrirvara um næga þátttöku. Við bendum foreldrum á að mögulega er hægt að sækja um mótframlag til stéttarfélaga. Verð er 60.500 kr fyrir foreldra hvers barns.