Monthly Archives :

August 2016

Klókir litlir krakkar

1024 682 Sálstofan

Klókir litlir krakkar er ætlað foreldrum barna á aldrinum 3 til 7 ára sem eru í áhættu fyrir að þróa með sér kvíðaraskanir. Á námskeiðinu eru foreldrar fræddir um eðli og orsakir kvíða, hvað viðheldur ógagnlegri hegðun og hvernig má auka sjálfstraust barna. Markmið námskeiðsins er að koma í veg fyrir að börn þrói með sér hegðun sem getur valdið vanlíðan og truflun í daglegu á daglegu lífi.  

Námskeiðið er haldið í húsnæði Sálstofunnar og er 6 skipti, einu sinni í viku, tvo tíma í senn. Mikilvægt er að foreldrar mæti í alla tímana og mælt er með því að báðir foreldrar sæki námskeiðið. Innifalið í námskeiði er handbók fyrir foreldra. Aðeins er pláss fyrir foreldra 8 barna á hverju námskeiði. Námskeiðið kostar kr. 82.000 sem greiðist með millifærslu, korti (símgreiðslu) eða PEI. Foreldrar geta hugsanlega nýtt styrki stéttarfélags.

 

 

Áður en námskeið hefst er boðið uppá inntökuviðtal þar sem farið er yfir hvort námskeiðið henti eða hvort önnur úrræði henti betur.  Námskeið eru haldin með skilyrði um næga þátttöku. Ef námskeið frestast er viðkomandi boðin einstaklingsmeðferð.