Einstaklingar
Fyrir einstaklinga:
Á Sálstofunni þjónustum við börn, unglinga og foreldra/ forráðamenn.
Sálfræðingar Sálstofunnar hafa mikla reynslu af því að sinna greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna þroskafrávika, hegðunarvanda og tilfinningavanda.
Unnið er með gagnreyndar aðferðir með hliðsjón af klínískum leiðbeiningum. Fjöldi viðtala og lengd meðferðar fer eftir eðli vanda og er ákvörðuð í samráði við forráðamenn. Í ráðgjöf og meðferð er ýmist unnið eingöngu með foreldrum eða barni og foreldrum saman, allt eftir eðli vandans, aldri barns o.s.frv. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku barna, unglinga og foreldra í meðferðarvinnu.
Viðtöl taka alla jafna 50 mínútur og kosta kr. 24.000. Fyllsta trúnaðar er gætt í viðtölum.
Fyrirspurnir og viðtalsbókanir
Hægt er að hafa samband við okkur með því að senda fyrirspurn hér fyrir neðan eða hringja í síma 519-2211 mánudaga til fimmtudaga kl. 8:45-12:00 og 13:00-16:00. Fyrir utan þann tíma er hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara eða senda tölvupóst á ritari@salstofan.is og verður haft samband aftur við fyrsta tækifæri.
Ef upp koma neyðartilvik bendum við á bráðateymi BUGL (5431000) og neyðarnúmerið 112.
Afbókanir
Þú berð ábyrgð á að mæta í bókuð viðtöl. Tíminn er frátekinn fyrir þig og því biðjum við þig að afbóka eða gera breytingar með sólarhrings fyrirvara svo að gjald falli ekki á þig ef þú kemst ekki. Ef þú nærð ekki að afbóka í tíma greiðir þú hálft gjald viðtals á móti Sálstofunni.
Þú getur afbókað og breytt bókuðum viðtölum með tölvupósti (ritari@salstofan.is) eða símtali í síma 5192211.