Flugeldahræðsla

  1024 602

  Sálstofan, í samstarfi við Björgunarsveit Hafnarfjarðar, stendur fyrir flugeldahræðslunámskeiði fyrir börn og unglinga á aldrinum 9 til 17 ára og foreldra þeirra.

  Námskeiðið er tvíþætt

  Börn/unglingar og foreldrar:

  Fræðsla í hópi um kvíða, kvíðaviðbrögð og hvernig börn, unglingar og foreldrar geta brugðist við á nýjan hátt. Eftir það verður farið yfir með hverjum og einum hvernig hræðslan birtist hjá þeim og einstaklingsmarkmið sett.


  Börn/unglingar:

  Heimsókn til Björgunarsveitar Hafnarfjarðar þar sem viðbyrjum á fræðslu um flugelda og rétta umgengni við þá. Eftir það förum við út og skjótum!

  Verð 30.000 fyrir hvert barn. Öll innkoma rennur óskipt til Björgunarsveitarinnar.