Fyrsta koma
Fyrsta koma á Sálstofuna
Sálstofan er staðsett í Hlíðasmára 17 í Kópavogi, rétt fyrir ofan Smáralind. Þar erum við á annarri hæð til vinstri.
Þegar sálfræðingur hefur samband til að bóka fyrsta viðtal er ákveðið hvort foreldrar komi án barns eða með barnið með sér.
Í fyrsta viðtali útskýrir sálfræðingur trúnað og farið er yfir stöðuna og væntingar. Í fyrsta viðtali barns eru foreldrar ýmist með í byrjun viðtals eða allan tímann, allt eftir þörfum fjölskyldu og óskum. Foreldrar fylla út komublað í fyrsta tímanum. Í fyrsta viðtali eða eftir viðtalið eru foreldrar beðnir að fylla út matskvarða sem skima fyrir vanda í hegðun og líðan nema nýlegir matskvarðar liggi fyrir. Eigi foreldrar gögn sem gætu gagnast í meðferðarvinnu hjá okkur (s.s. skýrslur sálfræðinga eða lækna) mælum við með því að gögnin séu tekin með í fyrsta viðtal.
Greiðslur fara fram við komu. Við tökum við debet- og kreditkortum og reiðufé. Einnig er unnt að nota Pei greiðsluþjónustu.