Láttu í þér heyra

  • 27/01/2016
  1000 600 salstofan.is

  Námskeið fyrir unglinga með félagskvíða. Unnið er markvisst að því að draga úr kvíða og óöryggi í félagslegum aðstæðum og samskiptum með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.

  Námskeiðið fer fram í 8-12 manna hópi unglinga á aldrinum 14 til 18 ára og stendur yfir í 10 vikur. Foreldrar mæta einir í fyrsta tímann en unglingarnir einir í níu tíma. Unnið er eftir meðferðarhandbókinni „Láttu í þér heyra“. Að loknu námskeiði er þátttakendum boðið stutt viðtal ásamt foreldrum þar sem farið er yfir árangur námskeiðs og möguleg næstu skref.

  Námskeiðið kostar 79.000 krónur. Innifalið eru níu skipti á námskeiði fyrir þátttakendur, einn tími fyrir foreldra, viðtal við lok námskeiðs, vinnubók fyrir þátttakendur og leshefti fyrir foreldra.

  Hægt er að nýta frístundastyrk til Reykjavíkurborgar, hvatastyrk frá Garðabæ og styrk frá Hafnarfjarðarbæ. Foreldrar eru hvattir til að athuga möguleika á styrkjum í öðrum sveitafélögum.

  Þegar skráning berst af síðunni er þátttakendum og foreldrum þeirra boðið einstaklingsviðtal þar sem staðan er kortlögð og mat lagt á hvort námskeiðið muni henta viðkomandi eða hvort önnur úrræði muni koma að meira gagni. Einstaklingsviðtalið kostar 14.000 krónur.

  Námskeið eru haldin tvisvar sinnum á ári. Næsta námskeið hefst 4. október 2016 og verður haldið á þriðjudögum kl. 17-19. Námskeið eru haldin með því skilyrði að næg þátttaka náist.