Láttu í þér heyra

1000 600 Sálstofan

Námskeið fyrir unglinga með félagskvíða. Unnið er markvisst að því að draga úr kvíða og óöryggi í félagslegum aðstæðum og samskiptum með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.

Námskeiðið fer fram í 8-12 manna hópi unglinga á aldrinum 14 til 18 ára og stendur yfir í 10 vikur. Foreldrar mæta einir í fyrsta tímann en unglingarnir einir í níu tíma. Unnið er eftir meðferðarhandbókinni „Láttu í þér heyra“. Að loknu námskeiði er þátttakendum boðið stutt viðtal ásamt foreldrum þar sem farið er yfir árangur námskeiðs og möguleg næstu skref.

Hægt er að nýta frístundastyrk til Reykjavíkurborgar, hvatastyrk frá Garðabæ og styrk frá Hafnarfjarðarbæ. Foreldrar eru hvattir til að athuga möguleika á styrkjum í öðrum sveitafélögum.

Námskeið eru haldin eftir þörfum.