Kvíði

Inni í okkur öllum búa allskonar tilfinningar. Gleði, reiði, leiði, kvíði, spenningur og svo ótal margar fleiri tilfinningar.

Þættirnir Tilfinningalíf fjalla um þessar tilfinningar og hvernig við bregðumst við þeim. Þættirnir eru unnir í samstarfi Sálstofunnar og KrakkaRÚV.

Kvíði

Tilfinningalíf – Kvíði

Allir finna einhverntíma fyrir kvíða, það er alveg eðlilegt. Kvíði getur látið okkur líða illa. Við getum upplifað hraðan hjartslátt, svima og verk í maga. Sölvi og Júlía skoða þessa tilfinningu og komast að því að hún er alls ekki hættuleg og getur stundum jafnvel verið gagnleg.

 

Fleiri þættir: