Námskeið 2

Flugeldahræðsla

1024 602 Sálstofan

Sálstofan, í samstarfi við Björgunarsveit Hafnarfjarðar, stendur fyrir flugeldahræðslunámskeiði fyrir börn og unglinga á aldrinum 9 til 17 ára og foreldra þeirra.

komublað

150 150 Sálstofan

1 komublað

Góðar svefnvenjur

150 150 Sálstofan

  Góðar svefnvenjur fyrir börn og unglinga   Regla á svefntíma: Mikilvægt er að fara að sofa á svipuðum tíma og vakna á svipuðum tíma, líka á frídögum og um helgar. Forðast daglúra: Stuttir lúrar yfir daginn eða yfir sjónvarpinu á kvöldin geta valdið erfiðleikum með að sofna þegar lagst er í rúmið á kvöldin. Hjá börnum á leikskólaaldri er þriggja mínútna stuttur lúr í bílnum seinnipartinn líklegri til að valda svefnerfiðleikum en tveggja tíma svefn fyrir klukkan tvö á daginn. Regluleg hreyfing yfir daginn: Dagleg hreyfing bætir gæði svefns, svo lengi sem hún er ekki stunduð rétt fyrir svefntíma. Takmarka neyslu koffíndrykkja: Koffín er örvandi efni sem er lengi að fara úr líkamanum og ýtir undir svefnerfiðleika ef þess er neytt eftir hádegi. Reglulegar máltíðir: Hæfileg sedda á svefntíma eykur líkur á góðum og endurnærandi svefni. Forðast skal þunga máltíð fyrir svefninn sem og sykurneyslu. Enginn skjátími 90 til 120 mínútum fyrir svefntíma: Í aðdraganda svefns eykst framleiðsla melatonins, hormóns sem stuðlar að syfju.Ljós frá raftækjum eins og snjallsíma frestar framleiðslu þessa hormóns og ýtir þannig undir erfiðleika með að sofna þegar lagst er í rúmið ásamt því að svefngæðin verða minni. Svefnvænt umhverfi: Svefnherbergið þarf að vera hæfilega dimmt, hæfilega svalt…

Forvarnir gegn einelti

150 150 Sálstofan

Fyrir neðan er tengill á lesefni um forvarnir gegn einelti í heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun. Stöndum saman

Lesefni um kvíða

150 150 Sálstofan

Hér fyrir neðan er hagnýtt lesefni um kvíða. Kvíði – ráð fyrir foreldra

Eyðublöð til útfyllingar

150 150 Sálstofan

Dagleg virkniskráning með klukku Dagleg virkniskráning án klukku Skapstjórn Hugsanaskráning Fyrsta koma

Hagnýtir tenglar

150 150 Sálstofan

www.hvadgeteggert.is  Frábærar bækur fyrir börn og foreldra þegar ná þarf betri stjórn á kvíða, neikvæðni, svefni og reiði. Bækurnar eru til í bókabúðum, bókasöfnum og hjá okkur á Sálstofunni. https://www.heilsugaeslan.is/onnur-thjonusta/throskaoghegdunarstod/hagnyt-rad/  Urmull góðra ráða fyrir foreldra og skóla sem eru tekin saman af fagfólki Þroska- og hegðunarstöðvar (ÞHS). www.adhd.is  Vefur ADHD samtakanna. www.sjonarholl.net Vefur Sjónarhóls, ráðgjafamiðstöðvar fyrir foreldra barna með sérþarfir. http://www.anxietytreatmentnyc.org  Meðferðarstöð fyrir börn og unglinga með kvíða og tengdan vanda. Sálstofan er í samstarfi við stöðina en hún er staðsett í New York. www.sal.is Vefur Sálfræðingafélags Íslands

Samstarf Sálstofunnar og Hjallastefnunnar

150 150 Sálstofan

Nýlega undirrituðu Sálstofan og Hjallastefnan samstarfssaming. Hlutverk Sálstofunnar verður að þjónusta nemendur, foreldra og skóla í samráði við skólastjórnendur. Hlökkum til að vera í samstarfi við allt þetta frábæra fólk.

Háttatími: Galdraráð til að bæta kvöldrútínu barna og unglinga

150 150 Sálstofan

Kvöldkaffi Kvöldkaffi er notarleg kvöldstund þar sem fjallað er um ýmiskonar sálfræðileg málefni sem tengjast börnum, unglingum og ungmennum. Skráning er ekki nauðsynlegt og þátttökugjald kr. 2.500 er greitt við komu, opið meðan húsrúm leyfir.  Fyrsta kvöldkaffi vetrarins er haldið miðvikudaginn 25.10.17 kl. 20-22 og fjallar um svefn og svefnvenjur leikskólabarna: Hvernig næ ég barninu mínu í bólið og held því þar til morguns? Kvöldkaffi verður haldið einnu sinni í mánuði og er öllum frjálst að koma með hugmyndir að umræðuefni inni á facebook síðunni okkar.

Klókir litlir krakkar

1024 682 Sálstofan

Klókir litlir krakkar er ætlað foreldrum barna á aldrinum 3 til 6 ára sem eru í áhættu fyrir að þróa með sér kvíðaraskanir. Á námskeiðinu eru foreldrar fræddir um eðli og orsakir kvíða, hvað viðheldur ógagnlegri hegðun og hvernig má auka sjálfstraust barna. Markmið námskeiðsins er að koma í veg fyrir að börn þrói með sér hegðun sem getur valdið vanlíðan og truflun í daglegu á daglegu lífi.

Skoða nánar.