Námskeið

  Klókir litlir krakkar

  1024 682 salstofan.is

  Klókir litlir krakkar er ætlað foreldrum barna á aldrinum 3 til 6 ára sem eru í áhættu fyrir að þróa með sér kvíðaraskanir. Á námskeiðinu eru foreldrar fræddir um eðli og orsakir kvíða, hvað viðheldur ógagnlegri hegðun og hvernig má auka sjálfstraust barna. Markmið námskeiðsins er að koma í veg fyrir að börn þrói með sér hegðun sem getur valdið vanlíðan og truflun í daglegu á daglegu lífi.

  Skoða nánar.

  Stattu með þér!

  1000 600 salstofan.is

  Á námskeiðinu er farið yfir þætti sem skipta máli þegar kemur að vellíðan, öryggi í samskiptum, ákveðni og sjálfstrausti. Aldursskiptir hópar, annarsvegar er námskeiðið fyrir 14 til 16 ára, hinsvegar fyrir 16 til 20 ára. Námskeiðin hefjast haustið 2016 og verða nánar auglýst síðar.

  Skoða nánar.

  Stilltu skapið

  1000 600 salstofan.is

  Námskeið fyrir foreldra 5-12 ára barna sem eiga erfitt með að stjórna skapi sínu. Á námskeiðinu eru foreldrum kenndar leiðir til að vinna með tilfinningar barna, kenna þeim að takast á við ólíkar aðstæður og hvernig foreldrar geta unnið með eigið skap.
  Unnið er eftir aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.

  Skoða nánar

  Klókir krakkar

  533 483 salstofan.is

  Námskeiðið er ætlað 8-12 ára börnum sem eiga við kvíðavanda að etja og foreldrum þeirra. Börn og foreldrar eru fræddir um eðli kvíða og kenndar aðferðir til að takast smám saman á við kvíðavekjandi aðstæður. Í upphafi meðferðar fá börn og foreldrar vinnubækur sem eru notaðar í námskeiðinu.

  Skoða nánar.

  Láttu í þér heyra

  1000 600 salstofan.is

  Námskeið fyrir unglinga með félagskvíða. Unnið er markvisst að því að draga úr kvíða og óöryggi í félagslegum aðstæðum og samskiptum með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Námskeiðið fer fram í 8-12 manna hópi unglinga á aldrinum 14 til 18 ára og stendur yfir í 10 vikur.

  Skoða nánar

  Til að fá upplýsingar um hvenær námskeið eru haldin er best að hafa samband á ritari@salstofan.is