Anna Katrína Eyjólfsdóttir

Anna Katrína Eyjólfsdóttir

Ritari
ritari@salstofan.is

Hvar lærðir þú að vera ritari? Ég hef lokið B.A. gráðu í mannfræði við Háskóla Íslands.

Áður en þú hófst störf á Sálstofunni hvar starfaðir þú? Ég hef verið í hinum ýmsu mismunandi skrifstofustörfum, bjó um tíma erlendis og vann einnig lengi í plötubúð.

Hvenær byrjaðir þú að vinna á Sálstofunni? Í nóvember 2021.

Hvaða verkefni tekur þú helst að þér á Sálstofunni? Ég sé um tímabókanir, móttöku, símsvörun, reikninga, skipulag og ýmislegt annað sem til fellur.

Hvað varstu hrædd við þegar þú varst barn og unglingur? Eina sem man eftir eru tívolítæki.

Hver er uppáhalds maturinn þinn? Ég gæti borðað taco á hverjum degi en þó finnst mér alltaf spennandi að prófa eitthvað nýtt og framandi.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Hlusta á tónlist, hitta vini og borða góðan mat, útivera og líkamsrækt, ferðast og upplifa nýja hluti.

Hefurðu farið í fýlu? Það gerist sem betur fer sjaldan og stendur þá alltaf stutt yfir. Lífið er of stutt til að eyða tíma í svoleiðis.

Hvernig slakarðu á? Hlusta á tónlist, hitta vini. Fara í ræktina og slaka á í sauna eða heita pottinum á eftir.

Áttu börn? Engin börn.

Áttu gæludýr? Já á tvo yndislega ketti systkinin Krummu og Kalda.