Anna María Valdimarsdóttir
Hvar lærðir þú sálfræði? Ég útskrifaðist með BA próf í sálfræði frá Háskólanum Akureyri árið 2007 og Kandídatspróf frá Háskóla Íslands vorið 2009.
Áður en þú varðst sálfræðingur fékkstu við einhver störf sem tengdust sálfræðinni? Ég starfaði á sjúkrahúsi, geðdeild, og vann á dagvistun fyrir fólk með heilaskaða. Hef einnig unnið sem ráðgjafi í Ráðgjafa og íbúðadeild hjá Félagsþjónustu Kópavogs.
Áður en þú hófst störf á Sálstofunni hvar starfaðir þú? Ég starfaði sem sálfræðingur við leik- og grunnskóla hjá Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Ég starfaði um tíma hjá samtökunum 78 með ráðgjöf fyrir fólk og aðstandendur fólks í tilfinningavanda tengdum kynhneigð og kynvitund. Sinnti stundakennslu í Háskóla Íslands í áfanganum Vinnulag í sálfræði. Vann um tíma hjá Rannsóknarstofu um mál, þroska og læsi, Háskóla Íslands. Vann þar við rannsóknarstörf.
Hvenær byrjaðir þú að vinna á Sálstofunni? Í febrúar 2015, fullt starf.
Hvaða viðbótarmenntunar hefur þú aflað þér frá því að þú varðst sálfræðingur? Ég útskrifaðist úr tveggja ára meðferðarnámi, Sérnámi í hugrænni atferlismeðferð, frá Endurmenntun Háskóla Íslands vorið 2017. Hef í gegnum tíðina sótt endurmenntun á ráðstefnur, fræðsludaga og námskeið. Má þar nefna þing skólasálfræðinga, siðareglunámskeið, námskeið til réttinda til halda námskeið eins og Klókir krakkar, SOS! Hjálp fyrir foreldra, námskeið um ADHD fullorðinna og HAM- Hjálp til sjálfshjálpar, námskeið fyrir fagfólk.
Hvaða verkefni tekur þú helst að þér á Sálstofunni? Ég tek að mér einstaklingsmeðferð við tilfinningavanda barna og unglinga og ráðgjöf til foreldra þeirra. Ég tek einnig að mér samskiptavanda barna og unglinga við einstaklinga í þeirra nánasta umhverfi. Hef unnið töluvert með unglingum sem sýna sjálfskaðandi hegðun. Ég tek einnig að mér ADHD greiningar grunnskólabarna og fullorðinna. Sá aldurshópur sem ég sinni mest eru unglingar og ungmenni en ég sinni þó öllum börnum á grunnskólaaldri. Ég sinni fræðslu í formi fyrirlestra og námskeiða um umgmenni og þeirra virkni, svefn, tilfinningavanda og þjálfun á færniþáttum.
Hvað varstu hrædd við þegar þú varst barn og unglingur? Ég var hrædd við myrkur og að mamma og pabbi kæmu ekki aftur þegar þau skruppu eitthvað.
Hver er uppáhalds maturinn þinn? Kjúklingur og pizza.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst rosalega gaman að læra og prófa eitthvað nýtt. Mér finnst gaman að ferðast, föndra og lesa og hlusta á bækur. Ég hef líka verulega gaman af því að verja tíma með fjölskyldu og vinum.
Hefurðu farið í fýlu? Ó já!
Hvernig slakarðu á? Ég fer í göngutúra í náttúrunni með hundana mína og hlusta á hljóðbækur eða tónlist.
Áttu börn? Já ég á strák sem er fæddur árið 2002.
Áttu gæludýr? Já ég á litlu Havanese hundana mína, þær Dúfu og Skvettu.
Ætlaðir þú alltaf að verða sálfræðingur? Nei þegar ég var yngri þá langaði mig rosalega að vera hárgreiðslukona eða flugfreyja. Þegar ég varð aðeins eldri þá langaði mig að verða lögfræðingur og svo dómari. Ég fór þó og lærði sálfræði og sé ekki eftir því. Myndi ekki vilja vinna við eitthvað annað.