Elfa Sigurðardóttir

Elfa Sigurðardóttir

Sálfræðingur
elfa@salstofan.is

Hvar lærðir þú sálfræði? Ég útskrifaðist með BA gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2018 og MSc gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2020. Ég var í starfsnámi á þremur stöðum í meistaranáminu; fyrst á Teigi, dagdeild fíknigeðdeildar LSH, þar sem ég tók þátt í hópmeðferð, sá um fræðslu og var með viðtöl við skjólstæðinga deildarinnar. Næst var ég á Sálstofunni þar sem ég sinnti ADHD greiningum, tók þátt í að halda námskeið fyrir foreldra barna með reiðivanda og var með viðtöl fyrir börn með reiðivanda. Síðast var ég á Heilsugæslunni í Garðabæ þar sem ég sá um greiningu og meðferð fullorðinna með ýmsan vanda, t.a.m. kvíða og þunglyndi. Einnig sá ég um HAM hópmeðferð með öðrum sálfræðingi

Áður en þú varðst sálfræðingur fékkstu við einhver störf sem tengdust sálfræðinni? Ég vann á leikskóla sem stuðningsfulltrúi í eitt ár. Síðan vann ég í 3 ár á geðdeild á Landspítalanum á Kleppi sem stuðningsfulltrúi/ráðgjafi og sá að auki um þróun og utanumhald á stuðningshóp fyrir einstaklinga inni á deild síðasta árið, samhliða meistaranáminu.

Hvenær byrjaðir þú að vinna á Sálstofunni? Í júní 2021.

Hvaða verkefni tekur þú helst að þér á Sálstofunni? Hegðunarvanda, kvíða og ADHD greiningar.

Hvað varstu hrædd við þegar þú varst barn og unglingur? Að gera mistök, koma illa fyrir og að öðrum fyndist ég asnaleg, vera útskúfuð.

Hver er uppáhalds maturinn þinn? Maturinn sem pabbi minn eldar.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með fjölskyldunni og vinum og fara í ferðalög.

Hefurðu farið í fýlu? Já mjög oft.

Hvernig slakarðu á? Prjóna og hlusta á hljóðbækur og podcast. Hreyfa mig eða bara horfa á sjónvarpið.

Áttu börn? Já tvö, strák sem er fæddur 2015 og stelpu sem er fædd 2020.

Áttu gæludýr? Já, tvær kisur.

Ætlaðir þú alltaf að verða sálfræðingur? Nei, ætlaði alltaf að verða skrifstofu kona eins og mamma þegar ég var lítil, en þegar ég varð unglingur fór mig að langa að vinna með fólki og verða t.d. sálfræðingur, hjúkrunarfræðingur eða læknir.