Elísa Guðnadóttir

Elísa Guðnadóttir

Sálfræðingur
elisa@salstofan.is

Elísa Guðnadóttir útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskóla Íslands í júní 2008. Hún hóf störf á Sálstofunni í september 2017.

Frá útskrift starfaði Elísa sem sálfræðingur á Þjónustumiðstöð Breiðholts. Þar sinnti hún m.a. greiningum og ráðgjöf vegna leik-og grunnskólabarna. Einnig sinnti hún utanumhaldi og handleiðslu vegna Heildstæðs stuðnings við jákvæða hegðun (PBS) í leikskólum og sat í stýrihópi um sérhæfingu leikskólan vegna atferlisþjálfunar fyrir börn á einhverfurófi. Í meðferðarvinnu hefur Elísa sinnt einstaklingsmeðferð barna og unglinga og ráðgjöf til foreldra vegna kvíða, reiðivanda, depurðar og hegðunarvanda leik- og grunnskólabarna. Hún hélt reglulega námskeiðin Klókir krakkar, Klókir litlir krakkar og einnig reiðistjórnunarnámskeiðið Fjörkálfar. Elísa hefur auk þess réttindi til að halda uppeldisnámskeiðið SOS! Hjálp fyrir foreldra og félagsfærninámskeið fyrir unglinga á einhverfurófi (PEERS).

Elísa hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um kvíða, hegðunarvanda, þjálfun í tilfinninga- og félagsfærni og lausnamiðaðri leikni sem og um svefnerfiðleika fyrir foreldra og starfsfólk leik- og grunnskólabarna og ýmsa faghópa. Hún hefur verið með námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands frá árinu 2012 fyrir leik- og grunnskólastarfsfólk um hagnýtar aðferðir í kennslu sem bæta hegðun og líðan barna og starfsfólks. Auk þess hefur hún kennt námskeið um kvíða barna og unglinga fyrir nemendur í sérkennslufræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Elísa hóf nám í sérnámi í hugrænni atferlismeðferð á vegnum Endurmenntunar Háskóla Íslands og Oxford Cognitive Therapy Center í september 2018. Elísa er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands.