Helga Jónasdóttir

Helga Jónasdóttir

Sálfræðingur
helga@salstofan.is

Hvar lærðir þú sálfræði? Ég útskrifaðist með BS próf í sálfræði frá Háskóla Íslands vorið 2013 og með masterspróf í klínískri sálfræði frá sama skóla vorið 2018.

Áður en þú varðst sálfræðingur fékkstu við einhver störf sem tengdust sálfræðinni? Já ég vann m.a. sem stuðningsfulltrúi á leikskóla og sem ráðgjafi á Barna- og unglingageðdeild Landspitala (BUGL) í tæp 5 ár. Ég sinnti einnig aðstoðarkennslu í nokkrum fögum í sálfræðideild við Háskóla Íslands.

Áður en þú hófst störf á Sálstofunni hvar starfaðir þú? Frá útskrift hef ég starfað sem sálfræðingur á Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og sem sálfræðingur á legudeild BUGL.

Hvenær byrjaðir þú að vinna á Sálstofunni? Í apríl 2020.

Hvaða viðbótarmenntunar hefur þú aflað þér frá því að þú varðst sálfræðingur? 

Ég hef verið dugleg að sækja ýmis námskeið, vinnustofur og ráðstefnur hérlendis, m.a. um tilfinningavanda barna, sjálfsmynd barna og um foreldrafærniþjálfun (PMTO námskeið fyrir fagfólk).

Hvaða verkefni tekur þú helst að þér á Sálstofunni? Ég sinni helst ráðgjöf fyrir foreldra leikskólabarna og barna á yngri stigum grunnskólans, og einstaklingsmeðferð yngri barna vegna ýmiss konar vanda svo sem kvíða, hegðunarvanda og depurðar.

Hvað varstu mest hrædd við þegar þú varst barn og unglingur? Ég vissi ekkert verra en að tala upphátt fyrir framan bekkinn minn eða annan hóp.

Hver er uppáhalds maturinn þinn? Fer eftir hvernig stuði ég er í, en ég er nánast alltaf til í indverskan mat.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með fjölskyldunni minni, svo sem að spila, ferðast og njóta náttúrunnar. Mér finnst líka gaman að baka og hreyfa mig.

Hefurðu farið í fýlu? Heldur betur. Ég var það fýlugjarn krakki að ég kemst örugglega nálægt þvi að eiga metið meðal barna í þeim efnum. Ég hætti (allavega minnkaði) svo að fara í fýlu rétt fyrir unglingsaldur. Í dag fer ég sjaldan/aldrei í fýlu en það tekur mig tíma að jafna mig ef mér er misboðið með einhverjum hætti.

Hvernig slakarðu á? Með því að hreyfa mig, horfa á sjónvarpið, borða góðan mat.

Áttu börn? Já ég á strák fæddan 2014 og stelpu fædda 2018.

Áttu gæludýr? Nei en átti reglulega gullfiska þegar ég var yngri.

Ætlaðir þú alltaf að verða sálfræðingur? Aldeilis ekki. Fyrir menntaskóla ætlaði ég að verða fatahönnuður. Eftir menntaskóla ætlaði ég hins vegar í lögfræði og skráði mig í lögfræði í Háskóla Íslands. Ég hætti svo við nokkrum dögum áður en skólinn byrjaði og ákvað að prófa sálfræðina frekar og sé svo sannarlega ekki eftir þeirri ákvörðun.