Linda Björk Oddsdóttir

Linda Björk Oddsdóttir

Sálfræðingur
linda@salstofan.is

Hvar lærðir þú sálfræði? Ég útskrifaðist með BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands haustið 2007 og Kandídatspróf frá sama skóla vorið 2012.

Áður en þú varðst sálfræðingur fékkstu við einhver störf sem tengdust sálfræðinni? Já frá því ég var 18 ára hef ég unnið ýmis störf sem tengjast sálfræði. Ég vann í fullu starfi sem atferlisþjálfi í leikskóla í tæp þrjú ár og í eitt ár í Rjóðrinu sem er hvíldarinnlögn fyrir langveik börn. Þar fyrir utan vann ég á sambýlum bæði fyrir unglinga og fullorðna, á heilabilunardeild á Hrafnistu og hjá Velferðarráðuneytinu í tengslum við rannsókn á nauðung í vinnu með fötluðu fólki.

Áður en þú hófst störf á Sálstofunni hvar starfaðir þú? Eftir útskrift starfaði ég fyrst sem hegðunarráðgjafi fyrir leikskóla og síðar sem sálfræðingur við leik- og grunnskóla á Þjónustumiðstöð Breiðholts frá útskrift til ársins 2018. Hjá Endurmenntun Háskóla Íslands hef ég frá haustinu 2017 kennt náms- og þroskasálfræði sem hluta af undirbúningsnámi fyrir verðandi ökukennara.

Hvenær byrjaðir þú að vinna á Sálstofunni? Í október 2018.

Hvaða viðbótarmenntunar hefur þú aflað þér frá því að þú varðst sálfræðingur? Haustið 2017 sótti ég fimm daga námskeið í núvitund fyrir foreldra á vegum UVA minds You í Amsterdam og hlaut í kjölfarið réttindi til að kenna slíkt námskeið. Einnig hef ég aflað mér réttinda til að halda uppeldisnámskeiðið SOS! Hjálp fyrir foreldra. Þar fyrir utan hef ég frá útskrift verið dugleg að sækja ýmis námskeið, vinnustofur og ráðstefnur bæði hér á landi og erlendis með áherslu á hegðunarvanda barna- og unglinga, tilfinningastjórnun, hegðunarmótun í skóla og tilfinningavanda. Vorið 2021 útskrifaðist ég svo úr sérnámi í hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Hvaða verkefni tekur þú helst að þér á Sálstofunni? Sá aldurshópur sem ég sinni helst eru börn á grunnskólaaldri. Ég tek m.a. að mér ráðgjöf og meðferð í tengslum við kvíða, depurð, hegðunarvanda, reiðivanda og mótþróa. Samhliða meðferðarvinnu tek ég að mér greiningar vegna gruns um ADHD, seinþroska og röskun á einhverfurófi. Síðustu ár hef ég lagt aukna áherslu á núvitund í uppeldi og fræðslu til foreldra m.a. um hvernig þeir geti bætt samskipti við börnin sín með því að hlúa betur að sjálfum sér.

Hvað varstu mest hrædd við þegar þú varst barn og unglingur? Ég var mjög feimin og talaði helst ekki við aðra en nánustu fjölskyldu og vini af ótta við álit þeirra á mér.

Hver er uppáhalds maturinn þinn? Íslenska lambakjötið er alltaf gott en mér finnst líka spennandi að prófa eitthvað nýtt og framandi og hef m.a. smakkað kengúru, krókódíl og frosk.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Ferðast og vera úti í náttúrinni með fjölskyldunni eða góðum vinum.

Hefurðu farið í fýlu? Ég fór oft í fýlu þegar ég var yngri en í dag gerist það sjaldan. Ég verð oft reið eða pirruð en það rýkur mjög fljótt úr mér.

Hvernig slakarðu á? Með því að hreyfa mig og vera úti, gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldu eða vinum, horfa á sjónvarpið eða gera slökunaræfingar.

Áttu börn? Já ég á þrjár stelpur, eina sem er fædd 2008 og tvíbura sem eru fæddar 2012.

Áttu gæludýr? Já ég á stóran svartan hund sem heitir Fróði og er blanda af Labrador og Golden Retriever.

Ætlaðir þú alltaf að verða sálfræðingur? Nei draumurinn var lengst af að verða bóndakona eða dýralæknir. Þegar ég byrjaði í menntaskóla ætlaði ég að verða læknir en ákvað á seinasta árinu mínu þar að mér fyndist sálfræðin meira spennandi.