Magnús Friðrik Ólafsson

Magnús Friðrik Ólafsson

Sálfræðingur
magnus@salstofan.is

Hvar lærðir þú sálfræði? Ég útskrifaðist með BA próf í sálfræði frá Háskólanum Íslands árið 2004 og Kandídatspróf frá Háskóla Íslands vorið 2006.

Áður en þú varðst sálfræðingur fékkstu við einhver störf sem tengdust sálfræðinni? Ég vann mikið með námi í félagsmiðstöðvum ÍTR með börnum á sumrin og með unglingum á veturna. Vann svo einnig einn vetur sem stuðningsfulltrúi í Seljaskóla og sem ráðgjafi á innlagnardeild BUGL áður en ég útskrifaðist sem sálfræðingur.

Áður en þú hófst störf á Sálstofunni hvar starfaðir þú? Ég starfaði sjálfstætt sem sálfræðingur í Heilsuklasanum (áður Heilsuborg) og einnig á heilsugæslunni Höfða. Þar áður hafði ég viðkomu á heilsugæslunni Sólvangi eftir að hafa starfað um nokkra ára skeið í Fjölkerfarmeðferð (MST, Multisystemic therapy), sem er fjölskyldumiðað úrræði á vegum Barna – og fjölskyldustofu fyrir unglinga með alvarlegan hegðunarvanda. En mitt fyrsta starf eftir útskrift var hins vegar hjá Þroska- og hegðunarstöð við greiningar á ADHD og skyldum röskunum ofl. Þá sinnti ég einnig stundakennslu í einum áfanga hjá HÍ eftir útskrift.

Hvenær byrjaðir þú að vinna á Sálstofunni? Í apríl 2023 og er í fullu starfi.

Hvaða viðbótarmenntunar hefur þú aflað þér frá því að þú varðst sálfræðingur?  Árið 2019 lauk ég sérnámi í hugrænni atferlismeðferð, frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þá hef ég sótt ýmsar ráðstefnur og námskeið hér heima og erlendis.

Hvaða verkefni tekur þú helst að þér á Sálstofunni? Á Sálstofunni veiti ég meðferð við tilfinningalegum vanda, ss. kvíða og depurð, hegðunarvanda barna og unglinga ásamt ráðgjöf ráðgjöf til foreldra þeirra. Þá mun ég einnig sinna ADHD greiningum fyrir skóla og sveitarfélög.

Hvað varstu hræddur við þegar þú varst barn og unglingur? Fara í blóðprufu og vera hátt uppi og detta.

Hver er uppáhalds maturinn þinn? Þetta er ein erfiðasta spurning sem ég fæ. Mér finnst svo margt svo gott! En ég verða að segja rjúpa á jólum og grillaður fiskur á sumrin.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?  Mér finnst skemmtilegast að gera eitthvað úti við og vera þá á fjöllum, fara á skíði, í útilegu, sund eða bara smávegis göngu, hlaupa – eða hjólatúr í hverfinu. Ég hef líka voða gaman af því að elda og borða með góðum vinum og fjölskyldu.

Hefurðu farið í fýlu?  Pottþétt alveg oft og mörgum sinnum en kannski ekki fattað það fyrr en seinna þegar fýlan er farin að gufa upp úr manni.

Hvernig slakarðu á? Fer í eitthvað heitt, t.d sturtu, bað eða heitan pott og hlusta á góða tónlist. Svo finnst mér góð slökun geta falist í því að spjalla við skemmtilegt fólk, drekka gott kaffi, taka lífinu ekki of alvarlega og hlæja kannski smávegis. Sumum finnst ég kannski hlæja soldið hátt, en ég reyni að passa mig og haga mér vel.

Áttu börn? Ég á þrjú börn. Tvo stráka fædda 2008 og 2019 en mitt á milli eignuðumst við stelpu árið 2013.

Áttu gæludýr? Því miður erum við nokkur í fjölskyldunni sem erum með hunda eða kattaofnæmi þannig að það hefur ekki komið til greina að eignast gæludýr.

Ætlaðir þú alltaf að verða sálfræðingur? Nei, ég hélt fyrst að ég ætti að verða læknir eins og pabbi og afi og langafi. Var ekkert að spá í sálfræðinni fyrr en um tvítugt þegar ég ákvað að slá til og prófa sálfræðina í HÍ. Það reyndist góð ákvörðun.