Þórunn Sif Guðlaugsdóttir

Þórunn Sif Guðlaugsdóttir

Sálfræðingur
thorunn@salstofan.is

Hvar lærðir þú sálfræði?
Ég lærði sálfræði á Ítalíu og útskrifaðist með BS próf í sálfræði frá Universitá Cattolica í Mílanó á Ítalíu árið 2013. Svo útskrifaðist ég með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík í júní 2023.

Áður en þú varðst sálfræðingur fékkstu við einhver störf sem tengdust sálfræðinni? 
Já, það má segja það. Bæði hef ég unnið við kennslu og atferlismótun, þau störf voru góður grunnur fyrir sálfræðina. Síðastliðin ár hef ég verið að vinna meira með börnum með þroskafrávik, ADHD og einhverfu bæði í leik- og grunnskóla.

Áður en þú hófst störf á Sálstofunni hvar starfaðir þú? 
Starfið á Sálstofunni er mitt fyrsta starf sem sálfræðingur eftir útskrift. En fyrir útskrift vann ég fyrir Keðjuna og hélt kvíðanámskeiðið Hjálp fyrir foreldra kvíðinna barna. Einnig hef ég verið með kvíðafræðslu fyrir leiðbeinendur Skema sem er leikjanámskeið fyrir börn á vegum Háskólans í Reykjavík. Áður en ég varð sálfræðingur vann ég í Arnarskóla við atferlismótun.
Hvenær byrjaðir þú að vinna á Sálstofunni?
Í maí 2023. Vorið 2023 var ég í starfsnámi á Sálstofunni og fékk þá að kynnast starfinu nokkuð vel.

Hvaða viðbótarmenntunar hefur þú aflað þér frá því að þú varðst sálfræðingur? 
Ég hef ekki aflað mér viðbótamenntun en í meistarnáminu hlaut ég þjálfun í að halda námskeiðin Hjálp fyrir kvíðin börn sem er foreldarmiðuð Hugræn Atferlismeðferð. Fyrir meistaranámið í Sálfræði var ég í kennaranámi í Háskólanum á Akureyri.

Hvaða verkefni tekur þú helst að þér á Sálstofunni?
Ég vinn mest með börnum sem eru með kvíða í einstaklingmeðferð og með foreldrum í hegðunarráðgjöf. Einnig sinni ég greiningum.

Hvað varstu mest hrædd við þegar þú varst barn og unglingur? 
Ég man ekki eftir að hafa verið hrædd við eitthvað ákveðið en ég man hinsvegar eftir því að hafa verið mjög kvíðin. Til dæmis þótti mér erfitt að fara í nýjar aðstæður og að taka próf í skólanum.

Hver er uppáhalds maturinn þinn? 
Ég fæ aldrei nóg af pítsu eða frönskum og gæti borðað þann mat marga daga í röð án þess að fá leið á því. Nýlega hefur Ramen verið í miklu uppáhaldi hjá mér líka.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Það allra skemmtilegasta sem ég geri er að spila með fjölskyldunni minni. Mér finnst líka mjög gaman að hitta vinkonur mínar og borða góðan mat. Svo finnst mér gaman að ferðast og reyni að gera það eins oft og færi gefst.

Hefurðu farið í fýlu? Heldur betur, ég var mjög hörundsár sem barn og átti það til að rjúka heim í fýlu þegar ég var yngri. Ég var samt alltaf snögg að skipta skapi og hætta að vera fúl.
Hvernig slakarðu á?
Ég reyni að hugleiða þegar ég er mjög stressuð eða gera öndunaræfingar. Mér finnst líka gott að fara í bað eða horfa á skemmtilega þætti.

Áttu börn? Já, ég á tvær stelpur sem eru fæddar árin 2014 og 2019.

Áttu gæludýr? 
Nei, ég á engin dýr en ég átti hund þegar ég bjó á Ítalíu, hann býr þar enn og ég hitti hann reglulega. Einnig á bróðir minn hund sem ég passa stundum. Annars eru stelpurnar mínar mjög hrifnar af kisum og langar mikið í kisu.

Ætlaðir þú alltaf að verða sálfræðingur?
Já, alveg síðan ég man eftir mér hefur mig langað til að verða sálfræðingur. Yngri bróðir minn var með áráttu og þráhyggju sem barn, ásamt því að vera mjög kvíðinn. Hann átti erfitt með að ýmsar athafnir sem mér þótti svo skrítið og ég man að mig langaði að skilja afhverju hann gat t.d ekki labbað í skólann eða verið einn heima. Einnig langaði mig að geta hjálpað honum, þannig vaknaði áhugi minn á sálfræðinni og hefur fylgt mér allar götur síðan.