Stattu með þér!

    • 27/01/2016
    1000 600 salstofan.is

    Á námskeiðinu er farið yfir þætti sem skipta máli þegar kemur að vellíðan, öryggi í samskiptum, ákveðni og sjálfstrausti. Aldursskiptir hópar, annarsvegar er námskeiðið fyrir 14 til 16 ára, hinsvegar fyrir 16 til 20 ára. Námskeiðin hefjast september/október 2017 og standa yfir í 10 vikur. Áður en námskeið hefst er börnum boðið inntökuviðtal. Inntökuviðtal er ekki hluti af námskeiðsgjaldi og kostar kr. 14.000.  Námskeið eru haldin með skilyrði um næga þátttöku. Ef námskeið frestast er viðkomandi boðin einstaklingsmeðferð.