Stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök

Sálfræðingar Sálstofunnar hafa mikla reynslu af vinnu með leik- grunn- og framhaldsskólum, starfsfólki skóla, nemendum og foreldrum. Boðið er upp á fjölbreytta fræðslu og handleiðslu sem byggir á gagnreyndum aðferðum. Fyrirlestrar eru frá 30-90 mínútum og eru einnig í boði í formi ítarlegri námskeiða. Fræðsla hentar öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum s.s. íþróttafélög, sumarnámskeið o.fl.

Dæmi um fræðslu

  • Að byrja í skóla. Fyrirlestur fyrir foreldra barna sem eru að hefja grunnskólagöngu
  • Samskipti við unglinga. Fyrirlestur sérstaklega ætlað foreldrum barna sem eru á unglingastigi og þeim sem vinna með unglingum.
  • Jákvæður agi. Fyrirlestur fyrir foreldra og starfsmenn skóla. Fyrir öll skólastig, hentar líka mjög vel fyrir þá sem vinna með börnum og unglingum í íþrótta- eða tómstundastarfi.
  • Sjálfsmynd og samskipti. Fyrirlestur fyrir foreldra og þá sem vinna með börnum og unglingum.
  • Eineltisforvarnir í PBS/SMT – Stöndum saman. Námskeið fyrir foreldra grunnskólabarna þar sem fjallað er um gagnlegar leiðir til að fyrirbyggja einelti og kenna börnum að takast á við óæskilega hegðun annarra í sinn garð. Einungis kennt ef viðkomandi skóli hefur tekið efnið upp í tengslum við heildstæðan stuðning skólans.
  • Ákveðin frávik í hegðun og/eða líðan (s.s. ADHD, kvíði, þunglyndi og depurð). Sérhæfðir fyrirlestar um hegðunar-og tilfinningavanda barna, einkenni og hagnýt ráð fyrir foreldra eða þá sem vinna með börnum og unglingum.