Um okkur
Um Sálstofuna
Á Sálstofunni sinna sálfræðingar jöfnum höndum meðferðarvinnu, ráðgjöf, greiningum, fræðslu og námskeiðum. Meðferðartímar er aðlagaðir að þörfum hvers og eins og byggja á gagnreyndum aðferðum þ.e. aðferðum sem sýnt hefur verið fram á að gagnist best við ólíkum vanda á mismunandi aldursbilum, svo sem Hugrænni atferlismeðferð (HAM), atferlismótun, EMDR, núvitund og samkennd. Áhersla er á samvinnu við börn, ungmenni, foreldra og nánasta umhverfi.
Fyrir utan áralanga reynslu í meðferðarvinnu hafa sálfræðingar Sálstofunnar víðtæka reynslu í starfi fyrir sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla. Sú reynsla fólst meðal annars í greiningum, ráðgjöf til foreldra og skóla, námskeiðshaldi, fyrirlestrum og ýmiskonar þróunarvinnu. Sem dæmi má nefna utanumhald verkefna eins og Jákvæður stuðningur við hegðun í skólum (SW-PBS), Skólaforðun og Snemmtæk íhlutun. Sem dæmi um námskeið má nefna Klókir krakkar, PMT-O foreldrafærni, Fjörkálfar, Snillingarnir, Námskeið fyrir foreldra barna með ADHD og Mér líður eins og ég hugsa. Á Sálstofunni er rík áhersla lögð á að sálfræðingar sæki reglulega endurmenntun og handleiðslu.
Sálstofan er í samstarfi við stofnanir eins og sálfræðideild Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og CUCARD í Bandaríkjunum (The Columbia University Clinic for Anxiety and Related Disorders) og fagaðila svo sem þroskaþjálfa, sérkennara, geðlækna og fjölskylduráðgjafa. Allir sálfræðingar Sálstofunnar eru virkir félagar í Sálfræðingafélagi Íslands og vinna eftir siðareglum Sálfræðingafélags Íslands. Nálgast má siðareglurnar hér.
Bakgrunnur og fagleg þekking sálfræðinga Sálstofunnar er lykillinn að gæðum og heildarsýn þjónustunnar.
ÞEKKING – REYNSLA – ALÚÐ – SAMVINNA
Sálstofan ehf var stofnuð árið 2010 af Hrund Þrándardóttur og Margréti Birnu Þórarinsdóttur. Sálstofan hefur vaxið jafnt og þétt, húsnæðið stækkað og sálfræðingum fjölgað.Eigendur Sálstofunnar í dag eru Anna María Valdimarsdóttir, Berglind Brynjólfsdóttir, Hrund Þrándardóttir, Linda Björk Oddsdóttir og Margrét Birna Þórarinsdóttir. Aðrir starfsmenn Sálstofunnar eru sálfræðingarnir Elfa Sigurðardóttir, Helga Theodóra Jónasdóttir, Íris Ósk Ólafsdóttir, Magnús Friðrik Ólafsson, Unnur Rún Sveinsdóttir og Þórunn Sif Guðlaugsdóttir auk Önnu Katrínu Eyjólfsdóttur ritara og Þórðar Guðbjörnssonar fjármálastjóra.