Elísa Guðnadóttir

  Elísa Guðnadóttir

  Sálfræðingur
  elisa@salstofan.is

  Elísa Guðnadóttir útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskóla Íslands í júní 2008. Frá útskrift starfaði hún sem sálfræðingur á Þjónustumiðstöð Breiðholts. Þar sinnti hún m.a. greiningum og ráðgjöf vegna leik-og grunnskólabarna. Einnig sinnti hún utanumhaldi og handleiðslu vegna Heildstæðs stuðnings við jákvæða hegðun (PBS) í leikskólum og sat í stýrihópi um sérhæfingu leikskólan vegna atferlisþjálfunar fyrir börn á einhverfurófi. Í meðferðarvinnu hefur Elísa sinnt einstaklingsmeðferð barna og unglinga og ráðgjöf til foreldra vegna kvíða, reiðivanda, depurðar og hegðunarvanda leik- og grunnskólabarna.

  Elísa hefur reglulega haldið námskeiðin Klókir krakkar, Klókir litlir krakkar og einnig reiðistjórnunarnámskeiðið Fjörkálfar. Elísa hefur auk þess réttindi til að halda uppeldisnámskeiðið SOS! Hjálp fyrir foreldra og félagsfærninámskeið fyrir unglinga á einhverfurófi (PEERS).

  Elísa hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um kvíða, hegðunarvanda, þjálfun í tilfinninga- og félagsfærni og lausnamiðaðri leikni sem og um svefnerfiðleika fyrir foreldra og starfsfólk leik- og grunnskólabarna og ýmsa faghópa. Hún hefur verið með námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands frá árinu 2012 fyrir leik- og grunnskólastarfsfólk um hagnýtar aðferðir í kennslu sem bæta hegðun og líðan barna og starfsfólks. Auk þess hefur hún kennt námskeið um kvíða barna og unglinga fyrir nemendur í sérkennslufræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.