COVID-19 upplýsingar Sálstofunnar
Uppfært 25.3.2021
Sálstofan er opin með áframhaldandi aðlögunum vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Við vekjum athygli á eftirfarandi atriðum:
• Við hvetjum fólk til að mæta akkúrat þegar viðtal á að byrja til að draga úr samneyti við aðra á biðstofum.
• Afar mikilvægt er að aðeins þeir sem verða að koma í viðtal mæti. Ef þarf að fylgja barni inn biðjum við viðkomandi að fara út aftur þegar barn er komið í viðtal og bíða fyrir utan.
• Fylgið sóttvarnarreglum, sprittið hendur við komu og brottför, passið upp á tveggja metra regluna og virðið grímuskyldu.
• Allir eiga að bera andlitsgrímu á Sálstofunni, líka börn.
• Biðstofur eru tvær, vinsamlegast farið í biðstofu ykkar sálfræðings.
• Hægt er að óska eftir fjarviðtali, sendið ritara (ritari@salstofan.is) eða viðkomandi sálfræðingi tölvupóst ef þið viljið nýta það.
• Ef þið finnið til einkenna verið heima og afbókið viðtöl eða óskið eftir fjarviðtali
• Yfirborðsfletir eru þrifnir og sótthreinsaðir reglulega
• Förum varlega og gerum þetta saman

 

 

Á Sálstofunni vinnum við með börnum, ungmennum, fjölskyldum þeirra og nánasta umhverfi. Við sinnum ráðgjöf, meðferð og greiningum vegna tilfinningavanda, hegðunarvanda, taugaþroskaraskana og sértæks vanda tengdum aðstæðum og daglegu lífi. Má þar nefna ADHD, kvíða, depurð, einhverfu, áráttu og þráhyggju, svefnvanda, áföll, sorg, skólaforðun, sjálfskaða og reiði. Áhersla er lögð á þjálfun færni eins og lausn vanda, félagsfærni, sjálfstyrkingu, tilfinningalæsi og -stjórnun.

Við þjónustum almenning, skóla, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og sveitafélög með ráðgjöf, greiningum, handleiðslu, fræðslu og námskeiðum.

Markmiðið okkar er að veita bestu mögulegu meðferð hverju sinni í samræmi við nýjustu þekkingu. Lögð er áhersla á að meðferð sé aðlöguð að þörfum barna og ungmenna sem eru virkir þátttakendur í eigin meðferð. Sálstofan er í samstarfi við barna-og unglingageðlækni og fullorðinsgeðlækni.

Hægt er að hafa samband í síma 519-2211 alla virka daga frá 8:45–12:00 og 13:00-16:00 (13:00 – 15:00 á föstudögum).

EINSTAKLINGAR

Sálfræðingar Sálstofunnar bjóða upp á greiningu, ráðgjöf og einstaklingsmeðferð. Sálfræðingarnir sérhæfa sig í hegðunar- og tilfinningavanda barna og ungmenna.

NÁMSKEIÐ

Á Sálstofunni er boðið upp á ýmis námskeið fyrir unglinga með félagskvíða, börn með skapstjórnunarvanda og börn og unglinga með kvíðavanda.

STOFNANIR

Í boði eru kynningar, fyrirlestrar, námskeið og handleiðsla fyrir stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök. Hægt er að sérsníða námskeið að þörfum hvers og eins.