SÁLSTOFAN

Sálfræðiþjónusta fyrir börn & unglinga

Á Sálstofunni vinnum við með börnum, ungmennum, fjölskyldum þeirra og nánasta umhverfi. Við sinnum ráðgjöf, meðferð og greiningum vegna tilfinningavanda, hegðunarvanda, taugaþroskaraskana og sértæks vanda tengdum aðstæðum og daglegu lífi. Má þar nefna ADHD, kvíða, depurð, einhverfu, áráttu og þráhyggju, svefnvanda, áföll, sorg, skólaforðun, sjálfskaða og reiði. Áhersla er lögð á þjálfun færni eins og lausn vanda, félagsfærni, sjálfstyrkingu, tilfinningalæsi og -stjórnun.

Við þjónustum almenning, skóla, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og sveitafélög með ráðgjöf, greiningum, handleiðslu, fræðslu og námskeiðum.

Markmiðið okkar er að veita bestu mögulegu meðferð hverju sinni í samræmi við nýjustu þekkingu. Lögð er áhersla á að meðferð sé aðlöguð að þörfum barna og ungmenna sem eru virkir þátttakendur í eigin meðferð. Sálstofan er í samstarfi við barna-og unglingageðlækni og fullorðinsgeðlækni.

Hægt er að hafa samband í síma 519-2211 mánudaga til fimmtudaga á milli kl. 8:45-12:00 og 13:00-16:00 og senda póst á netfangið ritari@salstofan.is.

EINSTAKLINGAR

Sálfræðingar Sálstofunnar bjóða upp á greiningu, ráðgjöf og einstaklingsmeðferð. Sálfræðingarnir sérhæfa sig í hegðunar- og tilfinningavanda barna og ungmenna.

NÁMSKEIÐ

Á Sálstofunni er boðið upp á ýmis námskeið í samvinnu við sveitafélög og stofnanir s.s. um hegðun, skapstjórn og kvíða og aðferðir sem virka vel í vinnu með börnum og unglingum.

STOFNANIR

Í boði eru kynningar, fyrirlestrar, námskeið og handleiðsla fyrir stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök. Hægt er að sérsníða námskeið að þörfum hvers og eins.