SÁLSTOFAN

  Á Sálstofunni vinnum við með börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra.

  Við höfum sérhæft okkur í greiningu og meðferð ADHD, kvíða, þunglyndi, áráttu/þráhyggju og skyldum vanda s.s. hegðunarvanda, vanlíðan, skólaforðun osfrv. 

  Sálstofan er í virku samstarfi við barna-og unglingageðlækni og fullorðinsgeðlækni.

  Við þjónustum stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök með ráðgjöf, handleiðslu, fræðslu og námskeiðum.

  Markmiðið okkar er að veita bestu mögulegu meðferð hverju sinni í samræmi við nýjustu þekkingu. Lögð er áhersla á að meðferð sé aðlöguð að þörfum barna, unglinga og ungmenna sem á sama tíma eru virkir þátttakendur í eigin meðferð.

  Svarað er í síma 519-2211 frá 8.45 til 16.00 alla virka daga, lokað er í hádeginu. Einnig er hægt að bóka viðtöl á netfangið ritari@salstofan.is eða með skráningu á heimasíðu undir bókanir.

  EINSTAKLINGAR

  Sálfræðingar Sálstofunnar bjóða upp á greiningu, ráðgjöf og einstaklingsmeðferð. Sálfræðingarnir sérhæfa sig í hegðunar- og tilfinningavanda barna og ungmenna.

  NÁMSKEIÐ

  Á Sálstofunni er boðið upp á ýmis námskeið fyrir unglinga með félagskvíða, börn með skapstjórnunarvanda og börn og unglinga með kvíðavanda.

  STOFNANIR

  Í boði eru kynningar, fyrirlestrar, námskeið og handleiðsla fyrir stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök. Hægt er að sérsníða námskeið að þörfum hvers og eins.